7 börn látin eftir að skólastofa hrundi

Skólastofan var úr timbri og hrundi nokkrum mínútum eftir að …
Skólastofan var úr timbri og hrundi nokkrum mínútum eftir að kennsla hófst. Kort/Google

Sjö börn hið minnsta létust þegar skólastofa hrundi í Nairobi, höfuðborg Keníu í morgun. BBC segir atburðinn hafa átt sér stað í Percious Talent Top-skólanum nokkrum mínútum eftir að kennslustund hófst.

Tugir nemenda til viðbótar eru þá sagðir vera fastir í rústunum. Hjálparsveitir eru þegar komnar á vettvang, en illa hefur þó gengið fyrir þær að komast á staðinn vegna mikils mannfjölda sem hefur safnast umhverfis skólann.

AFP-fréttaveitan segir yfirvöld í Naírobí hafa staðfest að 57 hafi verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar vegna meiðsla sem þeir hlutu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert