Héldu jarðarför fyrir jökulinn

Heimamenn, umhverfisverndarsinnar og fjallgöngufólk gengu upp fjallið til að votta …
Heimamenn, umhverfisverndarsinnar og fjallgöngufólk gengu upp fjallið til að votta leifum jökulsins, sem er í um 2.700 metra hæð, virðingu sína. AFP

Hópur fólks tók í gær þátt í „útfararfylgd“ til minningar um Pizol-jökulinn í Sviss sem er eitt af fórnarlömbum loftslagsvárinnar. Jökullinn sem er í Glarus-ölpunum er nú einungis brotabrot af upprunalegri stærð sinni og hefur að sögn vísindamanna misst 80% af þeirri stærð sem hann var í árið 2006.

Það vakti mikla athygli erlendra fjölmiðla er minnismerki var sett upp við jökulinn Ok hér á landi fyrir skemmstu og hafa aðgerðirnar nú einnig vakið athygli. Fyrsta ungmennaþing Sameinuðu þjóðanna var haldið í New York á laugardag og voru loftslagsmálin þar ofarlega á baugi, en milljónir manna tóku á föstudag þátt í alþjóðlegu loftslagsverkfalli þar sem aðgerða er krafist.

Margir klæddust jarðarfararlitnum svörtum við athöfnina.
Margir klæddust jarðarfararlitnum svörtum við athöfnina. AFP

Þrátt fyrir að gripið verði strax til aðgerða benda rannsóknir svissneskra vísindamanna engu að síður til þess að árið 2050 verði helmingur allra svissneskra jökla horfinn. BBC hefur eftir Alessandra Degiacomi, svissneskum aðgerðasinna í loftslagsmálum, að Pizol-jökullinn sé nú orðinn það lítill að hann flokkist ekki lengur sem jökull. Einungis eru eftir nokkur lítil jökulbrot og var andlát Pizol-jökulsins staðfest við athöfnina.

Heimamenn, fjallgöngufólk og umhverfisverndarsinnar, sem sumir hverjir klæddust svörtu, gengu upp fjallið til að votta leifum jökulsins, sem er í um 2.700 metra hæð,  virðingu sína.

Andláti Pizol jökulsins var formlega lýst yfir við athöfnina.
Andláti Pizol jökulsins var formlega lýst yfir við athöfnina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert