Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong

Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í bringuna í átökum í borginni í dag „Lögreglumaður hleypti af byssu sinni þegar ráðist var að honum og mótmælandi varð fyrir skotinu,“ segir heimildamaður AFP-fréttastofunnar. Hinn særði fékk aðhlynningu frá sjúkraflutningamönnum áður en hann var fluttur á sjúkrahús og er hann í lífshættu. Þá hafa 14 til viðbótar verið fluttir á sjúkrahús vegna ýmissa áverka. 

Mótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðustu 17 helgar en mótmælendur safnast einnig saman í dag til að draga athyglina frá hátíðarhöldum vegna 70 ára af­mæli alþýðulýðveld­is­ins Kína, sem fagnað er í dag. Mót­mæl­end­ur í Hong Kong hafa kallað dag­inn í dag dag sorg­ar og hafa þeir tek­ist hart á við lög­reglu í sjálfs­stjórn­ar­borg­inni. 

Mót­mæl­end­ur í Hong Kong hafa kallað dag­inn í dag dag …
Mót­mæl­end­ur í Hong Kong hafa kallað dag­inn í dag dag sorg­ar og hafa þeir tek­ist hart á við lög­reglu í sjálfs­stjórn­ar­borg­inni. AFP

Mótmælendur kasta bensínssprengjum að lögreglu sem svarar með því að beita táragasi. Þá hafa mótmælendur dreift baunum á götur borgarinnar til að reyna að hægja á aðgerðum lögreglu. 

Átök milli mót­mæl­enda og lög­reglu hafa stigmagnast frá því að mót­mæl­in hóf­ust, en upp­af þeirra má rekja til laga­frum­varps sem heim­ila átti framsal meintra brota­manna til meg­in­lands Kína, en þróuðust síðan upp í ákall um aukn­ar lýðræðis­um­bæt­ur og að kín­versk stjórn­völd létu borg­ina af­skipta­lausa. Yfir 1.300 manns hafa verið hand­tekn­ir frá því að mót­mæl­in hóf­ust. 

Mótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðustu 17 helgar …
Mótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðustu 17 helgar en mótmælendur safnast einnig saman í dag til að draga athyglina frá hátíðarhöldum vegna 70 ára af­mæli alþýðulýðveld­is­ins Kína. AFP

Hér má fylgjast með beinni lýsingu BBC af mótmælunum í Hong Kong 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert