Simpansaþing Banksy selt á 1,5 milljarða króna

Verkið er gríðarstórt en Banksy skapaði það árið 2009, áður …
Verkið er gríðarstórt en Banksy skapaði það árið 2009, áður en Brexit-rússíbaninn fór af stað. AFP

Málverk eftir dularfulla listamanninn Banksy sem sýnir breska þingið mannað simpönsum gekk út í dag. Verkið fór á tæpar 9,9 milljónir punda eða því sem nemur einum og hálfum milljarði íslenskra króna. 

Verkið er frá árinu 2009 og ber heitið „Devolved Parliament“, sem gæti útlagst á íslensku sem „Uppleyst þing“. Tíu aðilar buðu í verkið og yfirbuðu þeir hver annan í 13 mínútna uppboðsbaráttu. 

Salan í kjölfar dóms

Búist var við því að verkið myndi seljast á 1,5 til 2 milljónir punda. Það er olíumálverk sem sýnir simpansa sitjandi á grænum bekkjum breska þingsins frá sjónarhóli aðalinngangsins. 

Salan kemur í kjölfar þess að umdeild fimm vikna þingfrestun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var dæmd ólögmæt af Hæstarétti. Nú er tíminn að renna úr greipum Johnson því landið á að yfirgefa Evrópusambandið 31. október næstkomandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert