Harry leggur fram kærur vegna hlerana

Um er að ræða kærur vegna hlerana á talhólfsskilaboðum.
Um er að ræða kærur vegna hlerana á talhólfsskilaboðum. AFP

Harry Bretaprins hefur lagt fram kæru á hendur eigenda fjölmiðlanna Sun og Daily Mirror vegna meintra símahlerana. Buckingham-höll hefur staðfest þetta en greint er frá á vef BBC.

Um er að ræða kærur vegna hlerana á talhólfsskilaboðum, en greint var frá því fyrr í vikunni að Meghan, eiginkona Harrys, hefði höfðað mál gegn Mail on Sunday vegna birtingar á bréfi sem hún sendi föður sínum.

Ekki liggur fyrir hvenær meintar símhleranir eiga að hafa átt sér stað, en sérfræðingur BBC í bresku konungsfjölskyldunni telur hugsanlegt að málið eigi rætur að rekja allt aftur til fyrri hluta fyrsta áratugar 21. aldarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert