Norður-Kórea sleit fundi

Mikil öryggisgæsla var við fundarstaðinn, sem var á eyjunni Lidingö …
Mikil öryggisgæsla var við fundarstaðinn, sem var á eyjunni Lidingö undan Stokkhólmi, AFP

Fundi sendinefnda Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, sem haldinn var í Stokkhólmi í dag, hefur verið slitið en þær komu saman til að ræða kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu og samskipti ríkjanna. Talsmaður norður-kóresku sendinefndarinnar segir að við Bandaríkin sé að sakast; sendinefnd þeirra hafi ekki komið með neitt nýtt að borðinu og því hafi ekki verið annað í stöðunni en að slíta fundi.

Fundurinn var haldinn í ráðstefnumiðstöðinni Elfvik Strand.
Fundurinn var haldinn í ráðstefnumiðstöðinni Elfvik Strand. AFP

Fundarins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, en síðasti fundur ríkjanna um þetta málefni fór fran í Hanoi í Víetnam í febrúar þar sem leiðtogar ríkjanna; Donald Trump og Kim Jong Un hittust.

„Bandaríkjastjórn hafði vakið með okkur væntingar og sagst ætla að bjóða upp á lausnir á borð við sveigjanleika og nýjar leiðir, en við urðum fyrir verulegum vonbrigðum,“ sagði Kim Myong Gil, helsti samn­ingamaður norður-kór­eskra stjórn­valda á alþjóðavett­vangi sem fór fyrir samningannefnd Norður-Kóreu. Hann sagði áhuga á viðræðum hafa minnkað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert