13 óléttar konur drukknuðu

Björgunarskip kemur flóttamönnum á Miðjarðarhafinu til bjargar. Mynd úr safni.
Björgunarskip kemur flóttamönnum á Miðjarðarhafinu til bjargar. Mynd úr safni. AFP

Að minnsta kosti 13 konur létust þegar bát þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum ítölsku eyjarinnar Lampedusa. Ítalska strandgæslan náði líkum þeirra upp úr Miðjarðarhafinu í dag. Nokkrar þeirra báru barn undir belti. 

Talið er að um 50 flóttamenn hafi verið um borð í bátnum þegar hann hvolfdi. Óttast er að tala látinni eigi eftir að hækka því fleiri konur og börn voru um borð í bátnum.  

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá stofn­un Sam­einuðu þjóðanna um fólks­flutn­inga (In­ternati­onal Org­an­izati­on for Migrati­on) hafa 19 þúsund manns drukknað í Miðjarðarhafinu frá árinu 2016. Á þessu ári hafa 1041 flóttamaður drukknað. Alls hafa 7.892 flóttamenn komist til Ítalíu það sem af er ári, allir sjóleiðina.  

Tölulegar upplýsingar á vef IOM 

„Fólk getur ekki látist með þessum hætti. Við verðum að uppræta leiðir smyglaranna og gera Miðjarðarhafið öruggara,“ segir Toto Martello borgarstjóri Lampedusa. 

Nálægum fiskiskipum og björgunarbátum tókst að bjarga 22 einstaklingum úr bátnum. Flóttafólki er talið vera frá Túnis þaðan sem báturinn fór.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert