27 taldir af eftir sjóslys

AFP

Tvö lík hafa fundist og um 25 er saknað eftir að bát hvolfdi skammt frá ítölsku eyjunni Lampedusa, samkvæmt upplýsingum frá ítölsku strandgæslunni.

Alls voru um 50 flóttamenn um borð í drekkhlöðnum bátnum þegar honum hvolfdi skömmu eftir miðnætti í nótt. Að sögn strandgæslunnar er slysið meðal annars rakið til slæms veðurs og tilfærslu fólks um borð. Strandgæslan og áhöfn flutningaskips náði að bjarga 22 en leit stendur yfir á svæðinu. Meðal annars úr lofti. Fólk sem lifði af segir að meðal annars sé átta barna saknað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert