Sameinuðu þjóðirnar búa sig undir hið versta

Tyrkir álíta Kúrda hryðjuverkamenn og ætla sér að „hreinsa þá …
Tyrkir álíta Kúrda hryðjuverkamenn og ætla sér að „hreinsa þá upp“ í norðurhluta Sýrlands. AFP

Sameinuðu þjóðirnar segjast nú búa sig undir hið versta í tengslum við hernað Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands. Bandaríkin hafa ákveðið að draga her sinn frá Norður-Sýrlandi og landamærum Tyrklands og munu ekki hindra aðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi.

„Við vitum ekki hvað mun gerast. Við búum okkur undið hið versta,“ segir Panos Moumtzis, mannréttindaráðgjafi SÞ í málefnum Sýrlands. Hann segir jafnframt að SÞ sé í samskiptum við alla aðila varðandi málið. Mikilvægast sé að tryggja að fleiri verði ekki sendir á landflótta og að mannúðaraðstoð til svæðisins verði áfram óhindruð.

Tyrkir álíta Kúrda hryðjuverkamenn og ætla sér að „hreinsa þá upp“ í norðurhluta Sýrlands. Kúrdar, sem berjast gegn hersveitum Ríkis íslams, hafa hins vegar varað við því að hernaður Tyrkja í Sýrlandi muni leiða til mikillar fjölgunar nýrra liðsmanna Ríkis íslams í landinu.

Kúrdar voru aðalbandamenn Bandaríkjahers í stríðinu gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Nú virðast Bandaríkin hins vegar ætla að yfirgefa Kúrda og leggja örlög þeirra í hendur Tyrkja. 

Moumtzis segir Sameinuðu þjóðirnar ekki hafa verið látnar vita af þessum áætlunum Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert