Þriggja vikna drengur lést í stunguárás

Denis Erdinch Beytula, 27 ára Búlgari, var handtekinn, grunaður um …
Denis Erdinch Beytula, 27 ára Búlgari, var handtekinn, grunaður um tilraun til manndráps. Ljósmynd/Twitter

Þriggja vikna gamalt barn sem var stungið ásamt móður sinni í síðustu viku lést af sárum sínum í gær. 

Drengurinn og móðir hans, sem er 21 árs, fundust alvarlega særð á heimili í North Tyneside, norðaustur af Newcastle, á miðvikudag. 

Denis Erdinch Beytula, 27 ára Búlgari, var handtekinn sama dag, grunaður um árásina á mæðginin. Hann hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og verður í varðhaldi þar til hann kemur fyrir dómara 31. október. 

Mæðginin hafa dvalið á spítala frá árásinni og lést drengurinn á spítalanum í gær. Ástand móðurinn er stöðugt en yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir árásina algjört reiðarslag fyrir fjölskyldu drengsins.

Frétt BBC

mbl.is