Talið er að ökuníðingurinn sé sýrlenskur

Maðurinn stal flutningabíl og ók honum á nokkra bíla.
Maðurinn stal flutningabíl og ók honum á nokkra bíla. AFP

Talið er að ökuníðingurinn, sem slasaði að minnsta kosti níu manns þegar hann ók flutn­inga­bif­reið á nokkr­ar bif­reiðar í miðborg þýsku borg­ar­inn­ar Limb­urg síðdeg­is í gær, sé frá Sýrlandi.  

Nokkrir þýskir fjölmiðlar greina frá því að maðurinn sé sýrlenskur og á þrítugsaldri. Hann kom jafnframt til Þýskalands árið 2015 sem flóttamaður. Fréttmiðilinn ZDF hefur eftir fulltrúum öryggismála ríkisins að atvikið sé skoðað sem möguleg hryðjuverkaárás. Hvorugt atriðið, þjóðerni mannsins eða áform hans, hafa yfirvöld viljað staðfesta.

Á síðustu árum hafa nokkrar hryðjuverkaárásir verið gerðar í Þýskalandi undir merkjum Ríkis íslams. Þrjú ár eru liðin frá mannskæðri árás sem kostaði 12 manns lífið þegar flutningabíl var stolið og honum ekið inn í mannfjölda á jólamarkaði í Berlín árið 2016. Ökuníðingurinn var 23 ára gamall maður frá Túnis.    

Lögreglan verst allra frétta og segir málið í rannsókn. 

mbl.is