Innrásin brjóti gegn alþjóðalögum

Tyrkir hófu innrás í norðurhluta Sýrlands í dag. Almennir borgarar …
Tyrkir hófu innrás í norðurhluta Sýrlands í dag. Almennir borgarar hafa fallið í árásunum það sem af er degi. AFP

Innrás tyrkneska hersins í annað ríki stangast á við alþjóðalög, ógnar viðkvæmu ástandi á stríðshrjáðu svæði, ýtir undir mannskæðar ofsóknir í garð Kúrda og er líklegt til að styrkja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams við botn Miðjarðarhafsins og stuðla að pólitískum óstöðugleika á svæðinu sem mun bitna hvað versta á saklausum borgurum.

Þetta segir í yfirlýsingu frá þingflokki Vinstri grænna vegna innrásar Tyrklandshers í Norður-Sýrland.

Þingflokkurinn hvetur ríkisstjórn Íslands til þess að beita sér í hvívetna gegn áframhaldandi stríðsátökum í Sýrlandi, sem muni ávallt bitna mest á börnum og konum, og tala ávallt fyrir friðsamlegri uppbyggingu Sýrlands með aðkomu fjölþjóðlegra stofnana.

„Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ítrekar mikilvægi friðsamlegrar uppbyggingar í Sýrlandi eftir 8 ára borgarastyrjöld sem kostaði mörg hundruð þúsund mannslíf og hrakti milljónir á flótta, bæði innan og utan Sýrlands.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert