Vann 26 milljarða í lottóinu

AFP

Vinningur í Euromillions getur komið vinningshafanum á lista Sunday Times yfir þá 1.000 ríkustu í Bretlandi. Breti vann í gær allan pottinn í Euromillions, 170 milljónir punda. Það jafngildir 26 milljörðum króna. Aldrei áður hefur Breti unnið jafn háa fjárhæð í lottói, að því er segir í frétt BBC.

Ekki hefur verið upplýst um nafn vinningshafans né annað en að miðinn var keyptur í Bretlandi en lottótölurnar eru: 7, 10, 15, 44 og 49, með 3 og 12 sem lukkutölur (Lucky star numbers).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert