Ætlaði að fremja fjöldamorð

Maðurinn sem myrti tvo í árás rétt við samkunduhús gyðinga í þýsku borginni Halle ætlaði sér að fremja fjöldamorð þar sem fjöldi gyðinga var samankominn í húsinu á heilögum degi Yom Kippur.

„Það sem við upplifðum í gær var skelfing. Við vitum núna að árásarmaðurinn ætlaði sér að fremja fjöldamorð í samkunduhúsinu,“ sagði saksóknara við fjölmiðla.

Árás­armaður­inn, Steph­an Balliet, er 27 ára gam­all. Hann streymdi árás­inni á net­inu, Twitch, og stóð út­send­ing­in yfir í 35 mín­út­ur. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá net­veit­unni horfðu 2.200 manns á mann­inn fremja ódæði gegn sak­laus­um borg­ur­um.

Fjöldi fólks hefur vottað þeim látnu virðingu.
Fjöldi fólks hefur vottað þeim látnu virðingu. AFP

Hann birti stefnu­yf­ir­lýs­ingu á net­inu fyr­ir rúmri viku þar sem hann birti meðal ann­ars mynd­ir af vopn­un­um og skot­fær­un­um sem hann notaði við árás­ina í gær.

Angela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, sagði í kjölfar árásarinnar að það væri ekkert pláss fyrir hatur í Þýskalandi. 

Gyðingar krefjast þess að stjórnvöld í Þýskalandi grípi til aðgerða …
Gyðingar krefjast þess að stjórnvöld í Þýskalandi grípi til aðgerða gegn öfgasinnum og nýnasistum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert