Boðar eftirlit á landamærum Svíþjóðar

AFP

Koma á landamæraeftirliti á þegar fólk fer frá Svíþjóð til Danmerkur, segir dómsmálaráðherra Danmerkur, Nick Hækkerup. Þetta kom fram í máli hans á fundi um öryggismál í morgun.

Ástæðan er sænsk glæpasamtök sem standa á bak við sprengjutilræði og morð í Kaupmannahöfn í ár. Sænska ríkissjónvarpið greinir frá þessu.

Danska ríkisstjórnin mun í dag kynna hertar öryggisaðgerðir, þar á meðal mikla fjölgun öryggis- og eftirlitsmyndavéla í Danmörku, hertar refsingar og eftirlit á landamærum Svíþjóðar.

Hækkerup segir að sænsk skipulögð glæpagengi hafi hreiðrað um sig í Danmörku og þeim fylgi aukið ofbeldi og ógn. Byrjað verður að stöðva fólk á landamærunum 12. nóvember. Ekki verða allir stöðvaðir á landamærunum enda beinast aðgerðirnar gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

Frétt SVT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert