Hætta að selja Tyrkjum vopn

Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs.
Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórnvöld í Noregi tilkynntu í dag að þau hefðu stöðvað útflutning á vopnum til Tyrklands í kjölfar þess að tyrkneski herinn hóf sókn gegn Kúrdum í norðurhluta Sýrlands.

Haft er eftir Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í frétt AFP að staðan væri flókin og tæki stöðugum breytingum. Við þær aðstæður hefði norska ríkisstjórnin tekið fyrirbyggjandi ákvörðun um að leyfa ekki frekari útflutning á vopnabúnaði til Tyrklands.

Ráðherrann sagði enn fremur að öll gildandi leyfi til að flytja út vopn yrðu tekin til endurskoðunar. Finnar, sem ekki eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu (NATO) líkt og Noregur og Tyrkland, tóku hliðstæða ákvörðun í gær.

mbl.is