Haldið á leynilegum stað

El Shafee el-Sheikh og Alexanda Kotey.
El Shafee el-Sheikh og Alexanda Kotey. AFP

Tveir menn, sem tilheyra hópi breskra vígamanna Ríkis íslams, voru handteknir í Sýrlandi og er haldið á leynilegum stað undir stjórn Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.

Mennirnir, El Shafee Elsheikh og Alexanda Kotey, eru sakaðir um að tilheyra hópi innan raða vígasveita Ríkis íslams sem hefur rænt og myrt vestræna gísla í Sýrlandi. Þeir eru í haldi Bandaríkjahers og segir Trump að þeir séu illskan uppmáluð. Að sögn Trump var tekin ákvörðun um að fara með þá úr landi í öryggisskyni ef Kúrdar eða Tyrkir missi stjórn á ástandinu í Sýrlandi en þeir voru í fangelsi hersveita Kúrda í norðurhluta Sýrlands.

Mennirnir tilheyrðu hópi sem hefur gengið undir nafninu „Bresku Bítlarnir“.

Kotey er sagður hafa séð um að fá nýliða til liðs við Ríki íslams og þá er Els­heikh sagður hafa orð á sér fyr­ir vatns­pynt­ing­ar, gerviaf­tök­ur og kross­fest­ing­ar. Hann á einnig að hafa verið vörður hóps­ins.

Emwazi, sem fædd­ist í Kúveit, var grímu­klæddi maður­inn sem birt­ist í mörg­um af of­beld­is­fyllstu upp­tök­um Rík­is íslams. Þar sést hann hæðast að Vest­ur­lönd­um áður en hann af­höfðar fanga sína.

Meint­ur leiðtogi hóps­ins Mohammed Emwazi, sem fékk viður­nefnið Ji­hadi John, var drep­inn í loft­árás í Sýr­landi árið 2015. Fjórði liðsmaður­inn, Aine Dav­is, sit­ur í fang­elsi í Tyrklandi vegna hryðju­verka­ákæru.

Emwazi er talinn hafa drepið bandaríska blaðamanninn James Foley árið 2014. Allir fjórir öfgavæddust í Bretlandi áður en þeir fóru til Sýrlands. 

Frétt BBC

 

mbl.is