Með áhrifamestu höfundum sinna kynslóða

Pólski höfundurinn Olga Tokarczuk og austuríska leikskáldið og skáldagnahöfundurinn Peter Handke, hlutu bókmenntarverðlaun Nóbels fyrir árin 2018 og 2019 í dag. 

Tokarczuk, sem er af mörgum talinn hæfileikaríkasti rithöfundur hennar kynslóðar í Póllandi, hlaut heiðurinn fyrir frásagnarlist sína og fjölfræðilega ástríðu í verkum sínum. Bækur hennar einkennast af ljóðrænu en jafnframt nákvæmu orðafari og sýna litróf veraldar sem er á stöðugri hreyfingu. 

Tokarczuk, 57 ára, gaf út sína fyrstu skáldsögu „Ferðalög bókarfólksins“, árið 1993. Hún vann alþjóðlegu Man Booker verðlaunin ásamt þýðanda fyrir verkið „Flights“, sem kom út á ensku árið 2017. 

Akademían segir meistaraverk Tokarczuk vera „The books og Jacob“ sem er 900 blaðsíðna verk og nær sagan yfir sjö lönd, þrjú trúarbrögð og fimm tungumál. 

Tokarczuk, sem er menntaður sálfræðingur, er fimmtánda konan til að hljóta þennan mikilsvirta heiður af þeim 116 höfundum sem hlotið hafa verðlaunin frá árinu 1906. 

Kallaði eftir því að verðlaunin yrðu lögð niður

Á ályktun sinni sagði Akademían að Handke, 76 ára, hlyti verðlaunin fyrir áhrifamikil verk sín sem með málfræðilegri hugvitssemi kanna útjaðra og sérstöðu mannlegrar upplifunar. 

Árið 2014 kallaði Handke eftir því að Nóbelsverðlaunin í bókmenntum yrðu lögð niður og sagði hann verðlaunin veita sigurvegaranum „falska dýrlingaupphefð“.

Handke er sonur þýsks hermanns sem hann kynntist fyrst sem fullorðinn maður og hefur hann að sögn Akademíunnar „fest sig í sessi sem einn áhrifamesti rithöfundur Evrópu eftir síðari heimsstyrjöld“. Í bókum hans er mikil löngun til að uppgötva og til að glæða uppgötvanir hans lífi með málfræðilegri uppátækjasemi. 

Á meðal frægra verka Handke eru „Short Letter, Long Farewell“, ljóðasafnið „The Innerworld og the Outerworld of the Innerworld“ og „A Sorrow Beyond Dreams“, sem fjallar um móður hans sem féll fyrir eigin hendi árið 1971. 

Tokarczuk og Handke fá hvort um sig níu milljónir sænskra króna, eða því sem nemur um 115 milljónum íslenskra króna. 

Fyrsta seinkun á verðlaununum í 70 ár

Akademían reynir nú af fullum mætti að endurheimta orðspor sitt eftir mikið hneykslismál á síðasta ári þegar Frakkinn Jean-Claude Arnault, sem hefur náin tengsl við Akademíuna, var sakfelldur fyrir kynferðisbrot. 

Mikil sundrung var innan Akademíunnar um hvernig best væri að nálgast málið. Alls sögðu 7 af 18 fulltrúum Akademíunnar skilið við hana. Var verðlaunaafhendingunni fyrir síðasta ár því frestað þangað til núna, en um er að ræða fyrstu seinkun á verðlaununum í um 70 ár.

Olga Tokarczuk hlaut verðlaunin fyrir árið 2018, en Peter Hendke …
Olga Tokarczuk hlaut verðlaunin fyrir árið 2018, en Peter Hendke fyrir árið 2019. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert