Telja samning mögulegan fyrir lok október

Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands.
Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. AFP

Forsætisráðherrar Bretlands og Írlands, þeir Boris Johnson og Leo Varadkar, funduðu í þrjár klukkustundir í dag vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýstu þeir því yfir eftir fundinn að þeir teldu útgöngusamning mögulegan.

Haft er eftir leiðtogunum á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að þeir hefðu komið sér saman um ferli sem gæti leitt til mögulegs samnings. Sagði Varadkar við blaðamenn að fundurinn með Johnson hafi verið góður og að sagðist eftir hann vera sannfærður um að bresk stjórnvöld vildu samning ekki síður en írsk.

„Ég tel að það sé mögulegt fyrir okkur að komast að samkomulagi, að landa samningi sem gerir Bretlandi kleift að yfirgefa Evrópusambandið á skipulagðan hátt og að það verði frágengið í lok október,“ sagði Varadkar. Enn þyrfti þó að leysa margt.

Stærstu málin sem út af stæðu varðandi það að ganga frá útgöngusamningi væri að tryggja samþykki íbúa Norður-Írlands og enn fremur að engin tollahlið yrðu á milli Írlands og Norður-Írlands. Til stendur að Bretland yfirgefið Evrópusambandið 31. október.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert