Evrópubúar fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

Mótmælendur í Berlín kölluðu forseta Tyrklands hryðjuverkamann.
Mótmælendur í Berlín kölluðu forseta Tyrklands hryðjuverkamann. AFP

Tugþúsundir manna gengu fylktu liði um götur Parísar og fleiri evrópskra borga í dag til að mótmæla árásum Tyrkja á Kúrda í Sýrlandi.

Mótmælendur héldu græna, gula og rauða þjóðfána Kúrda og mótmælaskiltum á lofti. Á skiltunum stóð meðal annars „Trump = Fjöldamorðingi“ og þá mátti heyra mótmælendur kalla Rcep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, hryðjuverkamann.

Fjölmennustu mótmælin fóru fram í París þar sem rúmlega 20 …
Fjölmennustu mótmælin fóru fram í París þar sem rúmlega 20 þúsund manns gengu um götur borgarinnar til að mótmæla árásum Tyrkja á Kúrda. AFP

Skipuleggjendur telja að fleiri en 20 þúsund manns hefðu tekið þátt í mótmælunum í París. Mótmæli fóru einnig fram í frönsku borgunum Marseille, Strassborg, Bordeux, Lille og Grenoble. Nokkrir franskir stjórnmálamenn tóku þátt í mótmælunum.

Innrás Tyrkja á Kúrda í norðurhluta Sýrlands hófst fyrir fjórum dögum í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði hersveitum Bandaríkjahers að yfirgefa herstöðvar sínar á svæðinu. Ákvörðunin er gríðarlega umdeild svo vægt sé til orða tekið og margir telja hana vera skotleyfi á Kúrda sem voru helstu bandamenn Bandaríkjanna í stríðinu gegn Ríki Íslams.

Mótmæli fóru einnig fram í borgum í Þýskalandi, í Búdapest, í Vín, Stokkhólmi, Osló og Nikósíu höfuðborg Kýpur svo dæmi séu tekin.

Frá mótmælunum í París.
Frá mótmælunum í París. AFP
Kúrdar í Þessalón­íku í Grikklandi mótmæltu einnig í dag.
Kúrdar í Þessalón­íku í Grikklandi mótmæltu einnig í dag. AFP
Mótmæli fóru fram víða í Þýskalandi. Frá mótmælunum í Köln.
Mótmæli fóru fram víða í Þýskalandi. Frá mótmælunum í Köln. AFP
Frá mótmælum í hollensku borginni Haag.
Frá mótmælum í hollensku borginni Haag. AFP
Þýskir mótmælendur kröfðust þess að þýsk vopn yrðu ekki notuð …
Þýskir mótmælendur kröfðust þess að þýsk vopn yrðu ekki notuð í Sýrlandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert