Leikarinn Robert Forster látinn

Leikarinn ástsæli Robert Forster lést sama dag og kvikmyndin El …
Leikarinn ástsæli Robert Forster lést sama dag og kvikmyndin El Camino var frumsýnd þar sem hann fór með sitt síðasta hlutverk. Ljósmynd/Twitter

Bandaríski leikarinn Robert Forster, sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á persónunni Max Cherry í kvikmyndinni Jackie Brown eftir Quentin Tarantino, er látinn 78 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein í heila.

BBC greinir frá.

Forster sem átti langan og farsælan feril sem leikari var þekktastur fyrir áðurnefnt hlutverk sitt í Jackie Brown sem og hlutverk sitt sem Ed Glebraith í Breaking Bad þáttaröðunum sem og framhaldi hennar, kvikmyndinni El Camino, sem var frumsýnd í gær, sama dag og Forster lést.

Forster var fæddur í Rochester í New York-ríki í Bandaríkjunum árið 1941 og hóf feril sinn í leiklist skömmu eftir útskrift úr háskóla.
mbl.is