Flutningaskip strandaði á friðlýstu hafsvæði

AFP

Flutningaskip strandaði í dag á friðlýstu hafsvæði skammt frá frönsku Miðjarðarhafseyjunni Korsíku. Að sögn lögreglu virðist engin olía hafa lekið úr skipinu.

Flutningaskipið, Rhodanus, er 90 metra langt og var að flytja 2.650 tonn af stálrúllum. Sjö manns eru í áhöfn skipsins. Skipið lenti í vanda eftir að hafa farið af leið.

Fram kemur í frétt AFP að skipstjórinn hafi ekki beygt á réttum stað og stefnt að landi þrátt fyrir viðvaranir. Skipið tók niður á sandbotni.

Þrátt fyrir að olía virðist ekki hafa lekið úr skipinu hefur verið gripið til viðeigandi aðgerða.

AFP
mbl.is