Trudeau í skotheldu vesti vegna hótunar

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AFP

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada klæddist skotheldu vesti og var með öfluga öryggisgæslu á kosningafundi sínum í úthverfi Toronto gær, eftir að honum barst hótun.

Þetta hefur kanadíska ríkisútvarpið CBC eftir heimildarmönnum sínum innan Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau.

Myndir frá viðburðinum sýna að Trudeau var í skotheldu vestu undir skyrtu sinni og jakka, en oftast kemur hann fram á fundum sem þessum á skyrtunni.

Eiginkona hans, Sophie Gregoire Trudaeu, kom ekki fram á fundinum eins og áætlað hafði verið.

Talsmenn Trudeau neituðu að tjá sig um málið er AFP-fréttaveitan leitaði svara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert