Fimm handteknir vegna árásar í París

AFP

Lögreglan í París hefur handtekið fimm einstaklinga sem eru taldir tengjast árás starfsmanns lögreglunnar á vinnufélaga sína fyrr í mánuðinum. Árásarmaðurinn stakk fjóra til bana í höfuðstöðvum lögreglunnar í París.

Árásarmaðurinn, Mickael Harpon, 45 ára tölvunarfræðingur, hafði snúist til íslam fyrir tíu árum og hafði verið í sam­skipt­um við fé­lags­skap salafista, sem er rót­tæk hreyf­ing mús­lima.

Árás­in er rann­sökuð sem hryðju­verk. Harpon starfaði hjá lög­regl­unni frá 2003 og var sér­fræðing­ur í upp­lýs­inga­tækni. 

Mickael Harpon.
Mickael Harpon. AFP

Christophe Castaner, inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, viður­kenn­ir að eftirlitið brást og lof­ar að eft­ir­lit með öll­um at­vik­um sem telj­ast óeðli­leg verði aukið. 

Castaner hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að segja að aldrei hafi verið til­efni til að gruna Harpon um eitt­hvað mis­jafnt. Síðar kom í ljós að Harpon hafði rétt­lætt árás­ina á rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur franska blaðsins Charlie Hed­bo árið 2015. Það var ekki til­kynnt og held­ur ekki breyt­ing­ar þegar Harpon breytti hegðun sinni, fram­komu og klæðaburði ný­verið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert