Nýfædd stúlka grafin lifandi í leirpotti

Lögreglu grunar að stúlkan hafi verið grafin lifandi með vitneskju …
Lögreglu grunar að stúlkan hafi verið grafin lifandi með vitneskju foreldranna. Mynd úr safni. AFP

Þorpsbúi í norðurhluta Indlands bjargaði nýfæddu stúlkubarni um helgina sem hafði verið grafið lifandi. Maðurinn fann stúlkuna þegar hann var að jarða sína eigin dóttur sem fæddist andvana. 

Maðurinn hafði samband við lögreglu sem fór með stúlk­una á sjúkra­hús í snar­hasti og er hún öll að koma til að sögn lækna. Lögreglan leitar foreldra stúlkunnar og reynir sömuleiðis að komast að því hver gróf hana lifandi. 

Stúlkan fannst þegar maðurinn var að grafa gröf dóttur sinnar. „Á meðan hann var að grafa rak hann skófluna í leirpott og tók hann upp. Ofan í pottinum var stúlka,“ segir Abhinandan Singh, lögreglustjóri í Bareilly-héraði. Potturinn fannst á tæplega metra dýpi. 

Lögreglu grunar að stúlkan hafi verið grafin lifandi með vitneskju foreldranna. Stjórn­völd á Indlandi hafa í gegn­um ströng lög reynt að koma á eðli­legu jafn­vægi á milli fæðinga stúlkna og drengja í land­inu en 943 kon­ur eru á hverja 1.000 karla sam­kvæmt nýj­ustu op­in­beru töl­um

Fóstureyðingar á óvelkomnum stúlkubörnum hafa verið framkvæmdar á ólöglegum lækningastofum en þá er það einnig algengt að stúlkubörn séu hreinlega borin út. 

Frétt BBC

mbl.is