Sprenging í Kaupmannahöfn

Lögreglan að störfum í ágúst þegar sprengja sprakk við lögreglustöð …
Lögreglan að störfum í ágúst þegar sprengja sprakk við lögreglustöð í Kaupmannahöfn. AFP

Handsprengju var varpað inn á kaffihús á Amager í nótt. Talið er að tilræðið tengist stríði milli skipulagðra glæpahópa.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn var tilkynnt um sprengingu á kaffihúsinu klukkan 2:46 í nótt. Rannsókn hefur leitt í ljós að um handsprengju var að ræða og biður lögreglan alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband.

Torben Svarrer, sem fer með rannsókn málsins, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að vitni hafi sagt að bifreið hafi verið ekið á mikilli ferð frá kaffihúsinu skömmu eftir að sprengingin var. Þetta er 14. sprengjutilræðið í Kaupmannahöfn það sem af er ári. 

Frétt DR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert