22 fórust í aurskriðu

Aurskriða í Búrma fyrr á árinu.
Aurskriða í Búrma fyrr á árinu. AFP

Björgunarsveitir þurftu að nota skurðgröfur til þess að grafa upp lík eftir að aurskriða féll á þorp í suðurhluta Eþíópíu. 

Minnst 22 fórust og mikill skaði varð á mannvirkjum. Skriðan varð í afskekkta héraðinu Konta á sunnudag í kjölfar 10 klukkustunda af mikilli rigningu. 

„22 eru látnir og okkur hefur tekist að grafa 17 upp með mann- og vélarafli,“ sagði embættismaðurinn Takele Tesfu við AFP-fréttaveituna. 

„Hingað til höfum við ekki náð fleirum en við höldum áfram að grafa á morgun,“ sagði Tesfu og bætti við að níu konur og sex börn hafi verið á meðal hinna látnu. 

Regntímabilið í Eþíópíu líður brátt undir lok, en öryggissveitir vinna nú að því að flytja fjölskyldur í héraðinu frá heimilum sínum, þar sem aurskriður eru tíðar á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert