Áfram mótmælt í Katalóníu

Spænsk yfirvöld segjast nú hafa til rannsóknar hverjir standi að …
Spænsk yfirvöld segjast nú hafa til rannsóknar hverjir standi að skipulagningu mótmælanna. AFP

Tugir þúsunda sjálfstæðissinnaðra Katalóna hafa streymt á götur út í Barcelona annan daginn í röð til þess að mótmæla fangelsisdómum leiðtoga aðskilnaðarsinna.

Á annað hundrað slösuðust í mótmælunum í gær, þar af fjöldi lögreglumanna, en í mótmælum dagsins hafa átökin haldið áfram, eldar verið kveiktir og mótmælendur hafa reynt að ryðja sér leið inn á skrifstofur yfirvalda.

Spænsk yfirvöld segjast nú hafa til rannsóknar hverjir standi að skipulagningu mótmælanna.

Hæstirétt­ur Spán­ar dæmdi á mánudag níu leiðtoga sjálf­stæðissinna í Katalón­íu til ára­langrar fang­elsis­vistar. Þyngsti dóm­ur­inn hljóðar upp á 13 ár en sá sem styst þarf að sitja inni verður þar þó í níu ár. Þá hefur handtökuskipun verið gefin út vegna Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníuhéraðs.

Frétt BBC

Mótmælendur kveikja í rusli á götum Barcelona.
Mótmælendur kveikja í rusli á götum Barcelona. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert