Kúrdar veita mótspyrnu við landamærabæinn

Tyrkir reyna nú að ná landamærabænum Ras al-Ain á sitt …
Tyrkir reyna nú að ná landamærabænum Ras al-Ain á sitt vald en sveitir Kúrdar hafa veitt harða mótspyrnu og hófu gagnsókn í nótt. AFP

Alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa neyðst til að hætta starfsemi í norðausturhluta Sýrlands, sex dögum eftir að Tyrkir réðust gegn Kúr­d­um sem haf­ast við á svæðinu.

Vegna þessa er ekki hægt að veita flóttafólki viðunandi aðstoð. Talið er að um 275.000 manns, þar af um 70.000 börn, hafi þurft að flýja heimili sín vegna árásanna, að því er segir í tilkynningu frá stjórn Kúrda. 

Tyrkir reyna nú að ná landamærabænum Ras al-Ain á sitt vald en sveitir Kúrdar hafa veitt harða mótspyrnu og hófu gagnsókn í nótt. Tyrknesk yfirvöld hafa greint frá því að tyrkneski herinn hafi tekist að hertaka bæinn en fréttmaður AFP-fréttastofunnar greinir frá því að bardagar eigi sér enn stað í Ras al-Ain, sem Kúrdar kjósa að kalla Siri Kani. 

Frá því að innrás Tyrkja hófst hefur þeim tekist að hertaka um 100 kílómetra svæði við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lýsti því yfir í morgun að sókn Tyrkja inn í Sýrland yrði haldið áfram þar til markmiðum yrði náð, það er að koma á ör­ygg­is­svæði sem verði und­ir stjórn ar­ab­ískra banda­manna þeirra í Sýr­landi hvar hægt verði að koma 3,6 millj­ón­um sýr­lenskra flótta­manna fyr­ir. Kúr­d­ar segja mark­miðið að hrekja Kúrda af svæðinu.

mbl.is