Segja samning í augsýn

Samningaviðræður hafa staðið yfir í allan dag.
Samningaviðræður hafa staðið yfir í allan dag. AFP

Viðræður vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu eru sagðar á lokametrunum. Þetta herma breskir miðlar og hafa það eftir heimildarmönnum beggja vegna borðsins, þ.e. innan bresku ríkisstjórnarinnar og innan Evrópusambandsins.

Samningaviðræður hafa staðið yfir í allan dag og sagði Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í Brexit, í morgun að samninganefndirnar hefðu til miðnættis til að landa samningi. 

Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla hefur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þurft að gefa mikið af kröfum sínum eftir varðandi landamæraeftirlit við Írland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert