Sjö handteknir grunaðir um hópnauðgun

Norska lögreglan.
Norska lögreglan. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Lögreglan í Drammen í Noregi handtók í nótt sjö karlmenn, sem grunaðir eru um að nauðga konu um tvítugt. Mennirnir voru teknir höndum á dvalarstað sínum í bænum Hønefoss sem er í Buskerud-fylki. 

Í frétt norska ríkisútvarpsins, NRK, segir að konan hafi leitað til vinkonu sinnar þegar eftir hið meinta brot átti sér stað og að hún hafi kallað til lögreglu. Í fréttinni er haft eftir Ole Jacob Garder talsmanni lögreglu að mennirnir séu allir frá Austur-Evrópu og að þeir hafi ekki fasta búsetu í Noregi. Hann segir að málið sé nú í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert