Þrjátíu ára fangelsi fyrir misheppnaða árás á Notre Dame

Konurnar voru ákærðar fyrir mis­heppnaðra til­raun­ til þess að sprengja …
Konurnar voru ákærðar fyrir mis­heppnaðra til­raun­ til þess að sprengja í loft upp bif­reið fyrir utan Notre Dame dómkirkjuna, en gaskút­um hafði verið komið fyr­ir í bifreiðinni. AFP

Fimm franskar konur hafa verið dæmdar í fimm til þrjátíu ára fanglesi fyrir að að skipuleggja hryðjuverk fyrir utan Notre Dame dómkirkjuna í miðborg Parísar, höfuðborgar Parísar, fyrir þremur árum. 

Konurnar voru ákærðar fyrir mis­heppnaðra til­raun­ til þess að sprengja í loft upp bif­reið sem gaskút­um hafði verið komið fyr­ir í. Bif­reiðinni hafði verið lagt fyr­ir utan kirkjuna. 

Konurnar fimm, Inès Madani, Ornella Gilligmann, Sarah Hervouët, Amel Sakaou og Samia Chalel, eru á aldrinum 22 og 42 og snerust allar til islam-trúar á síðustu árum. 

Konurnar fimm, Inès Madani, Ornella Gilligmann, Sarah Hervouët, Amel Sakaou …
Konurnar fimm, Inès Madani, Ornella Gilligmann, Sarah Hervouët, Amel Sakaou og Samia Chalel, eru á aldrinum 22 og 42 og snerust allar til islam-trúar á síðustu árum. AFP

Madani gaf sig út fyrir að vera karlkyns liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki sem hafði snúið aftur til Frakklands í þeim tilgangi að fá konur til að ganga til liðs við samtökin. Hún fékk þyngsta dóminn, 30 ár. Gilligmann, sem er þriggja barna móðir, fékk 25 ára dóm. 

Hervouët og Sakaou hlutu 20 ára dóm en Chalel fimm ára dóm fyrir að koma Madani til aðstoðar eftir að árásin misheppnaðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert