Yfirvöld réðust inn í skrifstofur Navalnys

Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist hafa misst töluna á …
Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist hafa misst töluna á því hversu oft innrásir hafa verið gerðar í samtök hans á síðastliðnum tveimur mánuðum. AFP

Rússneskir rannsakendur réðust inn í kosningaskrifstofur stjórnarandstöðunnar víðsvegar um Rússland í dag í þeim tilgangi að auka þrýsting á leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, og bandamenn hans. 

Innrásirnar beindust að fleiri en 100 kosningaskrifstofum Navalny og heimilum aðgerðarsinna í þrjátíu borgum, að sögn stjórnarandstöðunnar, þar á meðal var ráðist inn í höfuðstöðvar samtaka Navalny sem berjast gegn spillingu. Þær eru staðsettar í Moskvu. 

Navalny er einn helsti gagnrýnandi Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. Áðurnefnd samtök Navalnys voru nýlega sett í flokk með erlendum erindrekum af rússneskum stjórnvöldum. Það gefur stjórn­völd­um víðtæk­ar heim­ild­ir til eft­ir­lits með starf­sem­inni.   

Yfirvöld bera peningaþvætti fyrir sig 

Navalny fordæmis innrásirnar og segir þær tilraun til að draga kjark úr stjórnarandstöðunni eftir sumar fullt af mótmælum. Navalny hefur skipulagt stærstu mótmæli gegn Pútín á undanförnum árum og orðræða hans gegn spillingu verður sífellt vinsælli. 

„Þetta mun ekki stöðva okkur,“ sagði Navalny í færslu á bloggsíðu sinni skömmu eftir að innrásirnar hófust. „Við erum að gera það sem er rétt. Þeir sem eru á móti okkur eru óvinir Rússlands.“

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er allt annað en sáttur með …
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er allt annað en sáttur með Navalny. AFP

Rússnesk yfirvöld sögðu í dag að innrásirnar væru hluti af yfirstandandi rannsókn á peningaþvætti. 

Í ágúst síðastliðnum sökuðu rússneskir rannsóknarlögreglumenn samtök Navalnys um að dulbúa illa fengið fé sem gjafir til samtakanna. 

Navalny, sem er 43 ára gamall lögfræðingur, segist hafa misst töluna á því hversu oft innrásir hafa verið gerðar í samtök hans á síðastliðnum tveimur mánuðum og að 112 rannsakendur séu að vinna í málum hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert