Á hvítum hesti með göfuga glóð í augum

Kim Jong-un á hvítum hesti á snæviþaktri jörð.
Kim Jong-un á hvítum hesti á snæviþaktri jörð. AFP

Myndir sem sýna Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, ríða á hvítum hesti um snæviþakta grund, hafa vakið vangaveltur stjórnmálaskýrenda um að veigamikillar yfirlýsingar sé að vænta frá leiðtoganum, en þar sést hann á leið að Paektu-fjalli þangað sem hann hefur farið áður en hann hefur tilkynnt um mikilvægar ákvarðanir.

Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu á leið til Paektu-fjalls.
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu á leið til Paektu-fjalls. AFP

Myndirnar birtust fyrst á vegum KCNA sem er opinber fréttastofa Norður-Kóreu og þar var sagt að í augum Kims brynni göfug glóð. „Venjan er að Kim hafi klifið Paektu-fjall áður en hann hefur tekið mikilvægar pólitískar ákvarðanir,“ sagði Shin Beom-chul, stjórnmálaskýrandi við Asísku stjórnmálastofnunina í samtali við AFP-fréttastofuna. Til dæmis kleif Kim fjallið í desember 2017 áður en hann tók ákvörðun um að hitta Donald Trump forseta Bandaríkjanna.

Á hvítum hesti.
Á hvítum hesti. AFP

Reiðtúrar sem þessir eru ekki óþekktir í sögu leiðtoga Norður-Kóreu. Veggspjöld og myndir sem sýndu föður Kims, Kim Jong-Il og afa hans,  Kim Il-sung, ríða hvítum hestum á hvítri jörð voru prentuð í stóru upplagi áður fyrr.

Kim Jong-un á hvítum hesti á snæviþaktri jörð.
Kim Jong-un á hvítum hesti á snæviþaktri jörð. AFP

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert