„Enginn lést í Sandy Hook“

Minnisvarði um fórnarlömb Sandy Hook-árásarinnar.
Minnisvarði um fórnarlömb Sandy Hook-árásarinnar. AFP

Bandarískur dómstóll hefur dæmt föður drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólanum bætur upp á 450 þúsund bandaríkjadali vegna meiðyrðamáls á hendur samsæringakenningahöfundar.

Höfundurinn James Fetzer var þannig fundinn sekur um að hafa rógborið Leonard Pozner með því að halda því fram að hann hafi falsað dánarvottorð sonar síns.

Noah, sonur Pozner, var sex ára gamall þegar hann lést í skotárás í grunnskóla sínum Sandy Hook ásamt 19 öðrum nemendum og sex kennurum árið 2012.

Fetzer er einn höfunda bókarinnar Nobody Died at Sandy Hook, eða „Enginn lést í Sandy Hook“, og kveðs hann ætla að áfrýja dómnum. Í bókinni er því haldið fram að skotárásin í Sandy Hook hafi verið gabb skipulagt af stjórn Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, sem afsökun til þess að herða skotvopnalöggjöf í landinu.

Pozner þakkaði dómaranum í málinu kærlega fyrir að viðurkenna þann sársauka og hrylling sem Fetzer og meðhöfundar hans hefðu meðvitað valdið honum og öðrum fórnarlömbum skotárásarinnar.

Frétt BBC

mbl.is