Fjögurra metra langri slöngu bjargað úr holræsi

Fjögurra metra langri kóbraslöngu, sem tókst að festa sig í holræsi í suðurhluta Taílands, var bjargað af hugrökkum mönnum, en slangan er baneitruð. 

Björgunaraðgerðir stóðu yfir í um klukkustund og var slöngunni, sem vegur um 15 kíló, sleppt út í villta náttúruna þegar mönnunum tókst loks að toga hana út úr holræsinu. Fyrst stilltu þeir sér að sjálfsögðu upp fyrir myndatöku með dýrinu. 

Björgunarmennirnir stilltu sér upp með slöngunni áður en henni var …
Björgunarmennirnir stilltu sér upp með slöngunni áður en henni var sleppt út í villta náttúruna. AFP

Slangan, sem er kóngakóbra, eða risagleraugnaslanga, er stærsta slangan í flokki kóbraslanga sem fyrirfinnst allt frá Suður-Kína til Filippseyja og Indónesíu. Hún er oft 3,6 metra löng en sú stærsta sem skráð hefur verið var 5,6 metrar. Kóngakóbrur nærast mestmegnis á öðrum slöngum. 

Björgunarmennirnir sem tókust á við slönguna segja hana með þeim stærri sem þeir hafa séð, en algengt er að slöngur geri sig heimakomnar í mannabyggðum í Taílandi.

Kóngakóbran er stærsta kóbraslangan sem fyrirfinnst. Slangan sem flæktist í …
Kóngakóbran er stærsta kóbraslangan sem fyrirfinnst. Slangan sem flæktist í holræsinu er um fjórir metrar að lengd en sú stærsta sem skráð hefur verið var 5,6 metrar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert