Mun ekki skipta sér af rannsókninni

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu. AFP

Úkraína mun ekki gera neitt í tengslum við rannsókn á embættisfærslum Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þetta kom fram í máli Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, í dag.

Trumpi hvatti stjórn­völd í Úkraínu til þess að rann­saka Biden og föður hans, Joe Biden fyrr­ver­andi vara­for­seta Banda­ríkj­anna og þátt­tak­anda í for­vali banda­rískra demó­krata vegna for­seta­kosn­ing­anna á næsta ári, vegna setu hans í stjórn orku­fyr­ir­tæk­is­ins.

Hafa demó­krat­ar á Banda­ríkjaþingi í kjöl­farið hafið rann­sókn á sam­skipt­um Trumps og rík­is­stjórn­ar hans við úkraínska ráðamenn. Þeir kröfðust þess fyr­ir viku að fá gögn af­hent frá varn­ar­málaráðuneyt­inu og Hvíta hús­inu vegna málsins.

„Ég mun ekki skipta mér af málefnum annarra landa, ólíkt því sem margir aðrir gætu reynt,“ sagði Zelensky þegar hann ræddi við AFP-fréttastofuna.

„Við munum ekki gera neitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert