Öflugur jarðskjálfti á Filippseyjum

Upptök skjálftans voru á aðeins 14 kílómeta dýpi, um 7,7 …
Upptök skjálftans voru á aðeins 14 kílómeta dýpi, um 7,7 kílómetra frá borginni Columbio.

Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir eyj­una Mind­anao á Filippseyjum í dag. 

Samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna átti skjálftinn upptök sín á aðeins 14 kílómeta dýpi, um 7,7 kílómetra frá borginni Columbio. 

Engar fregnir hafa borist af manntjóni og flóðbylgju­viðvör­un hefur ekki verið gef­in út sem stendur. Byggingar voru rýmdar í kjölfar skjálftans og fólki hef­ur verið ráðlagt að halda sig fjarri strönd­um Fil­ipps­eyja og Indó­nes­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert