Ráðist á leiðtoga mótmælenda með hamri

Sham var skilinn eftir í blóði sínu að árás lokinni.
Sham var skilinn eftir í blóði sínu að árás lokinni. AFP

Einn helsti leiðtogi mótmælenda í Hong Kong liggur nú slasaður á sjúkrahúsi eftir að fimm menn réðust á hann á götu úti.

Jimmy Sham er einn forsvarsmanna samtakanna Civil Human Rights Front. Fimm menn veittust að honum vopnaðir hömrum og var Sham fluttur alblóðugur með höfuðáverka á sjúkrahús. Hann mun þó, samkvæmt CHRF, hafa verið með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahúsið.

Grunur beinist að stuðningsmönnum kínversku stjórnarinnar sem hafa ráðist að fleiri mótmælendum með ofbeldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert