Þingmenn hrópuðu og kölluðu að Lam

Stjórnarandstöðuþingmenn hrópuðu og kyrjuðu pólitísk slagorð að Lam um leið …
Stjórnarandstöðuþingmenn hrópuðu og kyrjuðu pólitísk slagorð að Lam um leið og hún hóf að flytja ræðuna. Upptaka af ræðunni var á endanum sýnd í sjónvarpi. AFP

Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, neyddist til að hætta að flytja stefnuræðu heimastjórnarinnar á þinginu vegna óláta þingmanna. 

Stjórnarandstöðuþingmenn hrópuðu og kyrjuðu pólitísk slagorð að Lam um leið og hún hóf að flytja ræðuna. Upptaka af ræðunni var á endanum sýnd í sjónvarpi. 

Mót­mæli hafa staðið yfir reglu­lega í Hong Kong síðan snemma í júní og hef­ur of­beldi færst í auk­ana und­an­farið. Upp­haf ­þeirra má rekja til laga­frum­varps, sem kynnt var í apríl, sem heim­ila átti framsal meintra brota­manna til meg­in­lands Kína. Þau þróuðust síðan í ákall um aukn­ar lýðræðis­um­bæt­ur og að kín­versk stjórn­völd létu sjálfs­stjórn­ar­borg­ina af­skipta­lausa. 

Þetta er í fyrsta sinn sem þing heimastjórnarinnar kemur saman frá því í júlí og til stóð að draga frumvarpið til baka á þinginu í gær en ekkert varð úr því sökum óláta þingmanna. 

Stjórnarandstöðuþingmenn hrópuðu og kyrjuðu pólitísk slagorð að Lam um leið …
Stjórnarandstöðuþingmenn hrópuðu og kyrjuðu pólitísk slagorð að Lam um leið og hún hóf að flytja ræðuna. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hvatti í síðustu viku til þess að mannúðleg niðurstaða feng­ist í mál­in í Hong Kong. Í gærkvöldi samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem snýr að því að vernda borgaraleg réttindi íbúa í Hong Kong en mótmælendur í borginni hafa hvatt Bandaríkjaþing til að veita sér aðstoð. 

Kínversk stjórnvöld lýstu vanþóknun og andstöðu við frumvarpið og báðu Bandaríkin að hætta að skipta sér af þeirra málefnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert