Yngsta þingkonan styður elsta frambjóðandann

Yngsta þing­kona sög­unn­ar í Banda­ríkj­un­um, hin þrítuga Al­ex­andria Ocasio-Cortez, styður …
Yngsta þing­kona sög­unn­ar í Banda­ríkj­un­um, hin þrítuga Al­ex­andria Ocasio-Cortez, styður Bernie Sanders sem forsetaefni Demókrataflokksins í kosningunum á næsta ári. AFP

Yngsta þing­kona sög­unn­ar í Banda­ríkj­un­um, hin þrítuga Al­ex­andria Ocasio-Cortez, styður Bernie Sanders sem sæk­ist eft­ir því að verða fram­bjóðandi demó­krata í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um á næsta ári. 

Ocasio-Cortez kemur fram á kosningafundi Sanders næstu helgi í New York undir yfirskriftinni „Bernie's Back“ eða „Bernie snýr aftur“ en hann fékk hjarta­áfall fyrir tæplega  tveimur vikum.

Þingkonan hef­ur vakið mikla at­hygli fyr­ir stefnu­mál sín og er vinsæl meðal ungra stuðningsmanna demókrata. Kosn­inga­bar­átta henn­ar þótti nokkuð rót­tæk á banda­rísk­an mæli­kv­arða en hún styður gjald­frjálsa há­skóla­mennt­un, heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir all­ar stétt­ir og end­ur­skipu­lagn­ingu rétt­ar­kerf­is­ins. 

Fyrir fram ætti liðsauki yngstu þingkonunnar fyrir kosningabaráttu elsta frambjóðandans að skila ófáum atkvæðum. 

Sanders, Biden og Warren líklegust

Sanders tók þátt kappræðum 12 frambjóðenda Demókrataflokksins í Westerville í Ohio í gær. 26 hafa tilkynnt um framboð en sjö hafa nú þegar dregið það til baka. Sanders er elsti frambjóðandinn, 78 ára, en Pete Buttigieg er sá yngsti, 37 ára. 

Frambjóðendurnir sem tóku þátt í kappræðunum í gær eru taldir líklegastir til að eiga möguleika í þeirri hörðu baráttu sem fram undan er en forsetaframbjóðandi flokksins verður útnefndur á landsfundi Demókrataflokksins næsta vor.  

Sanders þakkaði stuðningsmönnum og keppinautum fyrir batakveðjurnar í kappræðunum í gær en að öðru leyti fór ekki mikið fyrir honum. „Ég er hraustur, mér líður vel,“ sagði Sanders. 

Hart var hins vega sótt að helstu keppnautum hans, Elizabeth Warren og Joe Biden, en þremenningarnir mælast með mest fylgi samkvæmt könnunum. 

Biden þurfti að sjálfsögðu að svara fyrir tengsl sín og sonarins við Úkraínu, en hann sagði son sinn ekki hafa gert neitt af sér, frekar en hann sjálfur. 

Samkvæmt RealClear Politics, sem heldur utan um helstu kannanir vestanhafs, nýtur Sanders um 16% fylgis en Warren og Biden skiptast á að hafa forystu. Warren er með  20-30% fylgi og Biden 25-32% fylgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert