Bakslag í Brexit-áætlun Johnsons

Lýðræðislegi sambandsflokkurinn á Norður-Írlandi, DUP, tilkynnti í morgun að hann …
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn á Norður-Írlandi, DUP, tilkynnti í morgun að hann gæti ekki stutt Brexit-áætlun Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Bakslag er komið í Brexit-áætlun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, eftir að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn á Norður-Írlandi, DUP, greindi frá því í morgun að flokkurinn gæti ekki stutt áætlunina. 

Tillögur í tollamálum og sem snúa að virðisaukaskatti eru helstu ástæður þess að flokkurinn vill ekki styðja áætlunina. 

DUP hefur stutt ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins og segist munu halda því áfram og vill halda áfram samstarfi við að reyna að ná skynsamlegum Brexit-samningi. 

Arlene Foster, leiðtogi DUP.
Arlene Foster, leiðtogi DUP. AFP

Leiðtogafundur Evrópusambandsins hefst í Brussel í dag og hafa stífar viðræður samninganefnda Breta og Evrópusambandsins staðið yfir síðustu tvo sólarhringa. Ekki tókst að landa samningi fyrir upphaf fundarins, líkt og Michel Barnier, aðal­samn­ingamaður Evr­ópu­sam­bands­ins í Brex­it, hafði stefnt að.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að viðræður séu að þokast í rétta átt en að samkomulag sé enn ekki í höfn.

mbl.is