Íhuga að flytja vígamenn ISIS til Íraks

Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, ræddi við ráðamenn í Bagdad …
Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, ræddi við ráðamenn í Bagdad í dag um að flytja vígamenn Ríkis íslams (ISIS) sem eru í haldi Kúrda í norðurhluta Sýrlands til Íraks. AFP

Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, fundaði í morgun með ráðamönnum í Bagdad um þann möguleika að flytja vígamenn íslamska ríkisins (ISIS) sem eru í haldi Kúrda í norðurhluta Sýrlands til Íraks. 

Frönsk yfirvöld ásamt öðrum Evrópuríkjum óttast að vígamenn samtakanna sem eru í haldi Kúrda sleppi í hernaðaraðgerðum Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Sýr­lenski lýðræðis­her­inn (SDF), sem er und­ir stjórn Kúrda, hef­ur varað við því að hann geti ekki ein­beitt sér að fanga­vörslu á meðan hann verj­ist árás­um Tyrkja sem hafa nú staðið yfir í rúma viku. 

Um 12.000 liðsmenn Ríkis íslams eru í fangabúðum Kúrda. Þúsundir útlendingar eru þar á meðal og að minnsta kosti 60 franskir ríkisborgarar. 

Le Drian ræddi flutninginn við Mohammed Ali al-Hakim utanríkisráðherra, Barham Saleh forseta og  Adel Abdel Mahdi, forseta Íraks. Til skoðunar er að setja á fót sérstakan dómstól í Írak þar sem réttað verður yfir þeim vígamönnum sem eru í haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert