Nýr samningur um Brexit í höfn

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir nýjan Brexit-samning í höfn.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir nýjan Brexit-samning í höfn. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir nýjan samning hafa náðst um Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, í morgun. Samningurinn verður borinn undir breska þingið á laugardag og hvetur Johnson ráðherra til að samþykkja hann. 

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, staðfestir að samningur sé í höfn og segir hann vilja beggja aðila til að semja hafa skilað sér. Þá segir hann samninginn sanngjarnan og að tekið hafi verið tillit til óska Bretlands jafnt sem ESB. Juncker mun hvetja leiðtogaráð Evrópusambandsins til að taka vel í samninginn.

Verði samningurinn samþykktur er útlit fyrir að Bretlandi gangi úr ESB um mánaðamótin, rúmum þremur árum eftir að Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga úr sambandinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert