Og hvað á górillan að heita?

Górillan Lou Lou fæddi lítinn unga í dýragarðinum Belo Horizonte í Brasilíu í júlí. Hún tilheyrir ættbálknum western lowland górillum sem er í bráðri útrýmingarhættu. 

Gestir dýragarðsins geta nú valið eitt af þremur nöfnum sem litla górillan fær. Kosningu um nafnið lýkur brátt en hægt er að velja um nöfnin: Anaya, Maisha og Gimbya.  

Af myndbandinu að dæma er ekki að sjá annað en að það fari vel um górillurnar í dýragarðinum og afkvæmið hangir utan á móður sinni eins og þeim er von og vísa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert