Orkumálaráðherra Bandaríkjanna hættir um áramótin

Rick Perry heimsótti Ísland í síðustu viku.
Rick Perry heimsótti Ísland í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, lætur af störfum um áramótin. Þetta segir Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Perry þarf að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en til rannsóknar eru meint embættisglöp Trump og samskipta hans við forseta Úkraínu, Volodimír Zelensky.  

Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, hættir um áramótin.
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, hættir um áramótin. AFP

„Rick hefur staðið sig gríðarlega vel í orkumálum. Allt hefur sinn tíma og þrjú ár í starfi er langur tími,“ sagði Trump við fjölmiðla í Texas-ríki og bætti við „eftirmaður hans hefur þegar verið fundinn.“

Bandaríkjaforseti tilkynnti um þessar breytingar daginn eftir að Perry greindi frá því í fjölmiðlum að hann hafi, samkvæmt fyrirskipun Trump, átt í samskiptum við Rudy Giuliani lögmann forsetans um meinta spillingu í tengslum við Úkraínu.   

Þess má geta að Perry kom hingað til lands á ráðstefn­una Arctic Circle fyrr í mánuðnum. Í viðtali við mbl.is var hann spurður hvort hann hyggðist hætta sem orkumálaráðherra eins og fjölmiðlar Vestanhafs hafa greint frá. „Þeir hafa verið að skrifa frétt­ir um það í ein­hverja níu mánuði að ég sé á leið út. Einn dag­inn, ef þeir halda áfram að segja það, mun það verða rétt. Ég verð ekki ol­íu­málaráðherra að ei­lífu.“ Þetta sagði Perry fyrir rétt rúmri viku.  

Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Finnur Beck, forstjóri …
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Finnur Beck, forstjóri HS Orku, og Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna ræddu málin hér á landi fyrir skemmstu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert