Tyrkir samþykkja vopnahlé í Sýrlandi

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna …
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna funduðu fyrr í dag. AFP

Tyrkir hafa samþykkt að láta af árásum í norðurhluta Sýrlands svo að hersveitir Kúrda á svæðinu geti dregið herlið sitt til baka frá svokölluðu öryggissvæði (e. safe zone). Vopnahléið mun standa í 120 klukkustundir. Þetta segir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.

BBC greinir frá.

Tyrkir munu stöðva allar hernaðaraðgerðir í 120 klukkustundir svo að herlið Kúrda geti, með aðstoð Bandaríkjanna, fært sig á skipulagðan hátt frá svæði sem Tyrkir hafa merkt sem öryggisvæði, við landamæri Sýrlands.

Innrás Tyrkja í norðurhluta Sýrlands hófst fyrir níu dögum og hafa fjölmargir almennir borgarar látið lífið og særst.

mbl.is