Brouillette tekur við af Perry

Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilnefnt næsta orkumálaráðherra landsins.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilnefnt næsta orkumálaráðherra landsins. AFP

Dan Brouillette verður næsti orkumálaráðherra Bandaríkjanna. Þetta staðfestir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, daginn eftir greint var frá því að Rick Perry hugðist  láta af sama embætti um áramótin. 

Perry þarf að koma fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings en til rann­sókn­ar eru meint embætt­is­glöp Trump og sam­skipta hans við for­seta Úkraínu, Volodimír Zelen­sky.  

Brouillette hefur gegn embætti aðstoðarráðherra orkumála frá því um mitt ár 2017. Hann er viðskiptamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ford Motor. 

„Reynsla Dan á þessu sviði er óviðjafnanleg. Hann er fagmaður fram í fingurgóma og ég efast ekki um að Dan eigi eftir að standa sig vel,“ sagði Trump á samskiptamiðlinum Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert