Fjöldi ókunnugra mætti í afmælið

Afmælisbarnið hafði boðið tíu vinum sínum í veisluna. Tveir afboðuðu …
Afmælisbarnið hafði boðið tíu vinum sínum í veisluna. Tveir afboðuðu sig um morguninn og aðrir létu ekki sjá sig. Ljósmynd/Christopher Martyn

Faðir einhverfrar fimm ára gamallar stúlku var agndofa þegar fjöldi ókunnugra brást við beiðni hans á Facebook eftir að aðeins tveir gestir mættu í afmæli dóttur hans. 

Remi var miður sín og spurði foreldra sína hvar allir vinir hennar væru og gripu þau til þess örþrifaráðs að óska eftir afmælisgestum á Facebook-hóp hverfisins sem þau búa í í Abertillery í Wales.

Afmælisbarnið hafði boðið tíu vinum sínum í veisluna. Tveir afboðuðu sig um morguninn og aðrir létu ekki sjá sig.

Skjáskot af Facebook

„Einhverfa Remi þýðir að við þurfum að undirbúa hana. Svo þegar veislan fór ekki eins og hún hafði séð fyrir sé varð hún umkomulaus. Við sátum þarna með tárin í augunum en hugsuðum svo að þetta væri ekki rétt og í örvæntingu okkur sendum við út boðið,“ útskýrir PJ Robins, faðir Remi.

Þrátt fyrir að hafa afþakkað kort og gjafir komu fjölmargir við í afmælinu hlaðnir gjöfum og Remi fagnaði afmæli sínu með 14 börnum á hennar aldri. Remi var örlítið ringluð til að byrja með en vandist fljótt nýju vinum sínum og fagnaði afmælinu með bros á vör.

Frétt BBC

mbl.is