Almenningur eigi lokaorðið um samninginn

Skipuleggendur People's Vote-herferðarinnar segjast vilja vera vissir um að Bretar …
Skipuleggendur People's Vote-herferðarinnar segjast vilja vera vissir um að Bretar séu ánægðir með að yfirgefa Evrópusambandið undir þeim skilyrðum sem Johnson hefur samið um.. AFP

Þúsundir Breta eru saman komnir í miðborg London til þess að kalla eftir því að almenningur fái að eiga lokaorðið um nýjan Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra.

Skipuleggendur People's Vote-herferðarinnar segjast vilja vera vissir um að Bretar séu ánægðir með að yfirgefa Evrópusambandið undir þeim skilyrðum sem Johnson hefur samið um við Evrópusambandið.

Breska þingið er saman komið til þess að ræða og kjósa um nýja samninginn, en 37 ár eru síðan þingið var síðast kallað saman á laugardegi, en það var þegar Argentína reyndi að ná yfirráðum á Falklandseyjum 1982.

Ráðgert er að atkvæðagreiðsla fari fram nú síðdegis og að mjótt verði á munum.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert